Skip to content

Beyond the Rim – Star Wars EotE

Fyrir nokkru fjölluðum við um nýja Star Wars spunaspilið, Edge of the Empire (sjá hér). Fantasy Flight, útgefandi spilsins, hefur ekki setið auðum höndum og gefið út ýmsar aukabækur og ævintýri fyrir kerfið. Eitt þeirra ævintýra er Beyond the Rim, en það kom út á svipuðum tíma og kerfið sjálft. Ævintýrabókin er 96 blaðsíður og, eins og þessa útgefanda er von og vísa, er bókin snyrtileg, vel uppsett og skreytt fallegum myndum. Ævintýrið sjálft er í þremur þáttum en í bókinni má einnig finna ýmsar upplýsingar um pláneturnar sem koma við sögu sem og andhetjur, óvini og skrímsli, en ævintýrið er hugsað fyrir hetjur sem eru ýmist nýjar eða lítt reyndar.

Sagan sjálf er áhugaverð, en í fyrsta þætti hetjurnar fá það verkefni þegar þær eru um borð í geimstöðinni The Wheel að hafa uppi á skipi sem týndist í lok Klónastríðanna. Þær þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og komast m.a. að því að fleiri leita skipsins, sem á sér nokkuð ævintýralega sögu og t.d. talið vera fjársjóðsskip. Í öðrum þætti koma hetjurnar að plánetunni þar sem skipið á að vera, Cholganna, en sú pláneta er við ystu mörk sólkerfisins og vex mikill og hættulegur frumskógur þar. Hetjurnar komast að því að verkefnið er ekki alveg jafn klippt og skorið og þær héldu í fyrstu og þurfa að hafa fyrir því að komast frá plánetunni á ný. Í þriðja og síðasta þættinum fara hetjurnar á fund þess sem réði þær til verkefnisins á plánetunni Raxus Prime og gera upp ævintýrið.

flying-over-cholganna

 

Ævintýrið er um margt skemmtilegt spilunar og ágætlega fram sett. Helsti kostur þess er þó án efa sá, að höfundar þess eru augljóslega vanir stjórnendur og gera ráð fyrir því að leikmenn séu almennt úrræðagóðir, snjallir og eigi auðvelt með að finna leiðir til að leysa þau vandamál sem sett eru fram í sögunni. Þannig má bæði finna lausnir í bókinni sem henta hetjum sem líkar betur að skjóta fyrst, skjóta aftur og spyrja svo, en einnig lausnir fyrir þær hetjur sem vilja heldur styðjast við aðrar og friðsamari aðferðir. Fyrir stjórnendur sem eru óvanir Edge of the Empire spunaspilinu er þetta ævintýri afar hjálplegt, því um margt útskýrir það betur hvernig hægt er að nota hæfileika í senum og ævintýrum en reglubókin sjálf, sér í lagi hvernig gott sé að nota ákveðna þætti í teningakerfinu. Sá galli er þó á ævintýrinu að hugsanlega hefði þurft að lesa það betur yfir, því ég rak mig á nokkur atriði sem ýmist féllu ekki nægilega vel að sögunni eða var ábótavant, t.d. vantar lýsingu á ákveðnum stöðum.

sa-nalaor

Í það heila er Beyond the Rim flott upphafsævintýri fyrir 4-6 leikmenn. Sagan er grípandi og höfundar hafa lagt sig fram um að gera senur, svæði og upplifun leikmanna eins Star Wars-lega og mögulega má vera í slíku ævintýri, án þess að það verði klént eða of líkt bíómyndunum. Auk þess býður það upp á fjölbreytilegar framhaldssögur, þannig að stjórnendur ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir með hugmyndir hvað það varðar.

Star Wars Edge of the Empire og Beyond the Rim fást í Nexus.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: