Skip to content

Allir um borð! – Horror on the Orient Express

Árið 1991 gaf Chaosium út ævintýrið Horror on the Orient Express, sem hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af skemmtulegustu ævintýrum allra tíma, en ævintýrið er hugsað fyrir spunaspilið Call of Cthulhu. Þegar ævintýrið kom var það alveg sér á bati hvað varðar úthendur og skipulagningu, því stjórnendur fengu ekki bara sögu og óvætti hendur heldur einnig nákvæma útlistun á lestinni, ásamt kortum og fjölmörgum fylgihlutum sem tryggði að upplifun leikmanna væri sem best. Fyrir vikið voru það stórfréttir að minnsta kosti í mínum huga að Chaosium hyggðist endurútgefa ævintýrið. 

Chaosium má eiga það, að fyrirtækið er duglegt við að gefa út ævintýri og eitt af þekktustu ævintýrunum er Horror on the Orient Express. Eins og nafnið gefur til kynna þá gerist ævintýrið um borð í lest, en lestin er einkum notuð af yfirstéttarfólki sem vill ferðast í munaði um suðurhluta Evrópu. Ævintýrið á sér stað á 3. áratugnum og flakkað er á milli nokkurra borga í Evrópu. Hetjurnar eða rannsóknarmennirnir taka að sér mál, að beiðni fornvinar eins þeirra, sem leiðir til þess að þau þurfa að ferðast um Evrópu til að safna hlutum af dúkku eða gínu sem hefur sterkt tengsl við eina af hinum skelfilegu verum sem Lovecraft skapaði. Ekki nóg með það, heldur eru líka ýmsir meðlimir sértrúarsafnaðar á eftir dúkkunni sem og ýmsir þjóðsagnakenndir óvættir.

Ævintýrið er vel útbúið af hálfu Chaosium, eins og þeirra er síður. Mikið er af úthendum, sem hjálpa til við að koma upp réttri stemningu meðal spilara. Einnig er stórt kort af lestinni og ítarlegar leiðbeiningar um hvernig haga skuli ferðalaginu, gera það eftirminnilegt og í raun mætti segja að hjálpartól fyrir stjórnendur séu fjölmörg. Sagan sjálf er í nokkrum bókum, pappírinn er vandaður og maður fæ á tilfinninguna að maður sé með efni frá þessum tíma í höndunum. Lagt hefur verið upp úr því að allar myndir og teikningar endurspegli einnig 3. áratuginn.

Settið sem gefið var út 1991Saga ævintýrisins er að mínu mati mjög skemmtileg, en ekki gallalaus. Ég hef bæði spilað þetta og stjórnað því og eftir á að hyggja, þá hefði ég viljað gera ákveðna lagfæringar á sögunni, en engin þeirra er stórvægileg. Þetta er þó, og best að það komi fram, ekta lestarteinaævintýri. Aðalpersónurnar eru um borð í lest og það er erfitt fyrir þær að komast hjá því að ferðast með henni. Gengið er út frá því í ævintýrinu að hetjurnar ferðist alltaf á milli staða með lestinni, þó svo að á sumum stundum væri fýsilegra að fljúga. Jafnvel kemur fram á einum stað, ef rannsóknarmennirnir ákveða að fljúga, þá hrapi flugvél þeirra skammt frá ákveðnum stað þar sem hetjurnar geta komist aftur um borð í lestina. Ég velti því fyrir mér, hvort ekki hefði verið æskilegra að láta ævintýrið gerast fyrr á öldinni, þannig að leikmenn hafi ekki þann valkost að fljúga. Þá eru ýmis smáatriði sem ég hefði kosið að hefðu verið hugsuð með öðrum hætti, t.a.m. er hægt að finna afar öfluga Mythos bók á einum stað og er hættan sú að einhver leikmaður láti persónu sína sökkva sér alfarið ofan í rannsóknir á bókinni og verði þ.a.l. minni þátttakandi í ævintýrinu eftir það. Einnig gæti verið sniðugt að láta leikmenn búa til 2-3 persónur sem þeir geti valið um að leika á meðan ævintýrinu stendur, enda eykst hættan eftir því sem líður á og sífellt verður erfiðara að kynna nýjar persónur og koma þeim með trúverðugum hætti inn í atburðarásina.

Uppbygging ævintýrisins er þó góð og er flott spennumögnun í því. Lokakaflinn er æsispennandi og hrollvekjandi og sem spilari var þetta ævintýri mér ofarlega í huga sem eitt af skemmtilegustu Call of Cthulhu ævintýrum sem ég hef spilað. Sem stjórnandi held ég að ágætlega hafi tekist upp og spilararnir voru spenntir fyrir ævintýrinu. Enda fær maður ótrúlega mikil tæki í hendurnar til að tryggja að upplifun spilara sé sem best.

Árið 2012 fór Chaosium í endurútgáfu á ævintýrinu með hjálp Kickstarter. Hægt er að kaupa ævintýrið ásamt fjölmörgum fylgihlutum í gegnum vefsíðum Chaosium. Eins reikna ég með að starfsfólk Nexus geti verið spunaspilurum innan handar og sérpantað það fyrir áhugasama.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: