Skip to content

Í skugga hringsins – The One Ring RPG

Í gegnum tíðina hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að skapa spunaspil sem fangar anda Hringadróttinssögu, fæstar af þeim hafa náð nokkrum vinsældum enda við ramman reip að draga þar sem þessi saga og heimur Tolkiens býsna vinsæl, ekki síst eftir að Peter Jackson gerði kvikmyndir upp úr henni. Tilraunir á borð við Middle-Earth Role Playing (M.E.R.P) og The Lord of the Rings Roleplaying Game voru ágætar til síns brúks en hvorug þeirra náði með sanni að fanga þessa stemningu sem er í bókunum.

TOR-slipcase-webÚtgáfufyrirtækið Cubicle 7 ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ekki öfundsvert að takast á hendur það verkefni að skapa nýtt spunaspil fyrir þessa vinsælu fantasíu. The One Ring: Adventures over the Edge of the Wild er útkoman og hefur hlotið mörg verðlaun og við fyrstu sýn virðist hafa verið lagt mikið undir.

Leikmenn fá það hlutverk að leika hetjur sem eru uppi á árunum frá því að Hobbitanum lýkur og þar til Föruneyti Hringsins hefst. Þessar hetjur upplifa því að Erebor er aftur orðið að dvergaríki en að sama skapi vex skugganum í austri ásmegin og þrengir sífellt að ríkjum manna, álfa og dverga. Persónulega finnst mér þessi nálgun skemmtileg, þ.e. að vera ekki að spila á því tímabili sem Tolkien skrifaði um í sögum sínum. Það svæði sem helst um ræðir eru löndin í kringum Fjallið eina og vestur yfir Myrkvið og svo suður fyrir skóginn einnig, sem sagt það svæði sem sagt er frá í Hobbitanum.

Kerfið er tiltölulega einfalt og þvælist lítið fyrir. Bardagar eru þannig ekki beinlínis mjög taktískir, ekkert á borð við 4. útgáfu af D&D, heldur hraðir og eflaust ætlað að vera frekar einfaldir til að líkja sem best eftir sögunum sjálfum. Persónusköpunin er nokkuð einföld og hafa leikmenn ágætlega mikið rými til að sníða persónur að sínu höfði. Fyrir utan það sem mætti kalla hefðbundna eiginleika búa allar persónur yfir Hope og Shadow, sem endurspeglar hvernig annars vegar hve bjartsýnar hetjur eru og hins vegar hvernig skugginn hefur haft áhrif á þær. Í raun er þetta mekaník sem er til að tákna hvernig hetjurnar standa hvað viðkemur sæmd, t.d. mætti segja að svik Boromírs og endurreisn sé til tákns um hvernig skugginn hafði áhrif á hann og hvernig honum tókst að endurreisa sæmd sína. Þá er töluverð rækt lögð við annars vegar hvað hetjur gera á milli ævintýra og hins vegar eru lagðar til ítarlegar og góðar reglur fyrir ferðalög.

Þrátt fyrir marga kosti þá eru líka gallar á kerfinu. Því miður eru sumir hæfileikar eða sum kunnátta (Traits) þannig hugsuð að það getur dregið stórkostlega úr spennu leikmanna (Keen Eye gefur hetjum automatic success á öll köst sem tengjast þessu Trait). Bardagareglurnar eru kannski full einfaldar og líklega munu leikmenn sem hneigjast til D&D ekki finna margt við sitt hæfi. Þá eru félagslegar aðgerðir þar sem tvær eða fleiri hetjur vinna á móti andstæðingum (e. social combat) ekki nægilega vel útfærðar með hliðsjón af sögunum og hugsanlega hefði mátt gefa því meiri gaum.

Fyrir aðdáendur Tolkien er þetta kerfi hvalreki. Það býður upp á nær allt það sem sögurnar bjóða upp á og auðvelt að gleyma sér heila kvöldstund við spilun. Fyrir þá sem hneigjast til taktískari spunaspila er hættan sú að þeir verði fyrir vonbrigðum.

 

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: