Skip to content

Dungeons & Dragons – vinsælasta spunaspil allra tíma

Dungeons & Dragons er án nokkurs vafa eitt allra vinsælasta spunaspilakerfi allra tíma. Það á sér langa sögu, var fyrst sett á markað 1974 af TSR en spilið var hannað af Gary Gygax og Dave Arneson. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og á undanförnum árum hafa þrjár uppfærðar útgáfur komið út, sem hafa átt misjöfnum vinsældum að fagna.

Í upphafi var D&D búið til upp úr herkænskuleikjum. Hugmyndin var að í stað þess að leika með módel og einn stóran her þá myndu leikmenn hver um sig taka að sér hlutverk eins aðila, einnar hetju, í hernum og væri síðan hópurinn sendur í sérstakar sendiferðir, sem vissulega myndu fela í sér ákveðna hættu og vera ævintýri í sjálfu sér. Spunaspil snúast þannig um að allir þátttakendur að einum undaskildum (sá leikur sögumann, stjórnanda eða dómara) tekur að sér hlutverk persónu sem er fyrirframótuð úr frá leikreglum spunaspilsins og tekst hópurinn á við ævintýri sem sögumaðurinn leggur fram. D&D var í raun fyrsta spunaspilið, sem slíkt, og mætti segja að vinsældir þess eigi nokkuð að rekja til þess og sögu þess.

Dragon-Attack

Séu reglubækur þessarar fyrstu útgáfu skoðaðar ítarlega má sjá að enn eimdi af þessum hugmyndum. Í 2. útgáfu var búið að sníða nokkra vankanta af kerfinu en það er í raun ekki fyrr en við útgáfu AD&D sem blómaskeið kerfisins hefst fyrir alvöru. Á þeim tíma var spunaspil býsna vinsælt, ekki bara hérlendis, heldur almennt í heiminum. Ég man eftir spunaspilamótum hérna þar sem boðið var upp á 10-15 mismunandi borð á hverju tímabili en þau voru oftast nær 3. Á mót voru því að mæta hátt í 100 spilarar á hverju tímabili, sem er ekki lág tala sé miðað við daginn í dag. Í AD&D voru líka flestar viðbætur eða veraldir gefnar út og eins blómstraði skáldsagnaútgáfan í kringum kerfið. Í kerfinu var lagt upp með leikmenn væru fyrst og fremst spunaspilarar og að bardagar væru til að auka á spennu, en ekki var lögð áhersla á að bardaginn væri meginþema hverrar spilastundar. Þannig var stjórnendum, í raun allt frá 1. útgáfu D&D, lagt upp með að segja sögu, sem leikmenn í hlutverki hetja sinna gátu haft áhrif á.

Þegar flett er í gegnum bækur frá þessum tíma, kemur í ljós að flestar þeirra eru uppfullar af textum og myndum, lýsingum á veröldum, stöðum og þess háttar, atriði sem hjálpa bæði stjórnendum og leikmönnum að búa til skemmtilegan og eftirminnilegan spuna. Bardagar voru vissulega hluti af kerfinu og voru jafnvel sum kit (Prestige classes hétu kit á þeim tíma) mjög öflug, t.d. elven archer. Hins vegar buðu bæði kerfin og ævintýrin upp á meiri spuna, t.d. voru ævintýri ekki skrifuð sem 5-8 mismunandi atburðir (encounters) heldur sem samfelld saga, sem nokkrur bardagar fléttuðust inn í frásögnina.

TSR var því miður ekki vel rekið fyrirtæki og þegar það var komið í býsna mikil fjárhagsleg vandræði keypti Wizards of the Coast það. Þeir höfðu reynslu af því að gefa út safnkortaspil, sérstaklega Magic the Gathering, og nálguðust D&D á svipaðan hátt. Kerfinu var breytt umtalsvert og meiri áhersla var lögð á bardaga. Í raun mætti segja að þemað í kerfinu hafi verið því hærra, því betra. Því hærra save, því hærri attack bonus, því betra. Kerfið kölluðu þeir D20-kerfið, enda skyldi nota 20 hliða tening í öll köst kerfisins, að skaðaköstum og lífsstigum (e. hit points) undanskildum. Því miður virtist WoTC liggja nokkuð á að koma þessari 3. útgáfu út enda var hún um margt meingölluð. Því var 3.5 útgáfa gefin út skömmu síðar og voru allar reglubækur endurnýjaðar með tilliti til þess. Útgáfa 3.5 var þó áfram tölukerfi, þar sem áherslan var á að ná sem hæstum bónus og fyrir vikið heillaði það marga. Kerfið bauð upp mikinn sveigjanleika í persónugerð en á móti kom þá leið spunaspilið sjálft fyrir, enda í kerfi þar sem er auðvelt að ná háum bónusum og tölum er undantekningalítið rík krafa spilara um að fá að reyna persónur sínar í bardaga. Þetta kerfi var auk þess ekki stjórnendavænt að mínu mati, það tók hreinlega of langan tíma að útbúa ævintýri með öllum sínum bardögum.

Enn er verið að gefa út efni fyrir útgáfu 3.5, en fyrirtækið Paizo keypti leyfið að kerfinu af WoTC og hefur gefið það áfram út undir merkjum Pathfinder. Mjög margir spilarar eru hallir undir þetta kerfi og telja það með bestu útgáfum á Dungeons & Dragons, t.a.m. er haldið úti öflugu spilarstarfi af Pathfinder samfélaginu hérlendis í samvinnu við spilabúðina Nexus.

Fyrir um nokkrum árum var 4. útgáfa gefin út. Enn var lögð töluverð áhersla á bardaga og fyrir eldri spilara er enn töluvert í land með að nútíma D&D nái að endurskapa þá spunastemningu sem var í fyrstu tveimur útgáfunum. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér fannst kerfið á réttri leið. 4. útgáfa er þó langt frá því yfir gagnrýni hafin, t.d. var kerfið mjög MMORPG skotið og voru stöðurnar (e. classes) full líkar að mínu mati og hefði mátt aðgreina þær betur. Hins vegar bauð kerfið ekki upp á sömu ofur-spilun og í 3.0 og 3.5, sem mér fannst stór kostur ásamt því að búið var að einfalda ævintýragerð svo um munar.

Á síðasta ári kom loks út 5. útgáfa af D&D, sem kölluð hefur verið Next. Þar fór framleiðandinn allt aðra leið að uppfærslu kerfisins og bauð spilurum að hafa áhrif á hvernig kerfið þróaðist, t.d. með því að leyfa þeim að prófa beta-útgáfur af kerfinu og koma með athugasemdir. Yfirlýst markmið nýja kerfisins var að geta sameinað kynslóðir spunaspilara, þannig að hvort sem spilarar byrjuðu í AD&D eða útgáfu 3.5, þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er kominn með reglubókina í hendurnar og byrjaður að lesa hana. Ég ætla þó ekki að leggja neinn dóm á kerfið fyrr en ég hef prófað að bæði spila og stjórna.

Flokkar

D&D

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: