Skip to content

Call of Cthulhu – spunaspil byggt á sögum H. P. Lovecrafts

Flestir spunaspilarar ættu að kannast við spunaspilið Call of Cthulhu, enda hefur það verið álíka lengi til og Drekar&Dýflissur. Kerfið er komið á 7. útgáfu og ólíkt D&D þá er ennþá hægt að nota ævintýri sem gefin voru út fyrir eldri útgáfur án þess að þurfa að leggjast í mikla breytingavinnu. Allt frá upphafi hefur kerfið átt sinn sess sem eitt af stóru spunaspilunum og verið vinsælt á spunaspilamótum í gegnum tíðina. 

mY2ha525-PmfFaFbgCz7QpwKerfið er prósentukerfi, þ.e. það eru ákveðnar líkur á því að persónum takist einhver aðgerð og notast er við 100-hliða tening til að skera úr um hvort og hversu vel persónum tekst til. Heimurinn er byggður á sögum H.P. Lovecraft, sem flokkaðar hafa verið sem hrollvekjur eða furðusögur og fjalla m.a. um það sem hefur verið kallað Cthulhu-óvættirnar.

Ævintýri gerast því flest á 2. og 3. áratug síðustu aldar, en einnig er hægt að spila við aldamótin 1900 og í kringum 1990. Leikmenn taka að sér hlutverk ýmis konar persóna sem rannsaka yfirskilvitlega viðburði og komast oftar en ekki í hann krappan af þeim sökum. Þannig geta rannsakendurnir þurft að fást við uppvakninga, geðveika meðlimi sértrúarsafnaða eða ferðast til hinnar slímugu og ógeðfelldu borgar R’lyeh, þar sem óvættin Cthulhu sefur.

Call of Cthulhu var fyrst gefið út 1981 og fyrir nokkru stóð Chaosium fyrir kickstarter söfnun til að geta gefið út endurbætta útgáfu, eða þá sjöundu. Kerfið hefur verið lagað að Basic Roleplaying, sem er eins konar grunnkerfi Chaosium útgáfunnar en m.a. var Mythic Iceland gefið út undir því kerfi. Meira en hálf milljón bandaríkjadala söfnuðust, margföld sú upphæð sem lagt var upp með, og sýnir kannski í hve miklum metum þetta spunaspil er meðal spunaspilara.

Eins og áður segir er Call of Cthulhu prósentukerfi, allar persónur hafa bæði eiginleika (e. attributes) og hæfileika (e. skills), er hæfni í hæfileikum táknuð með tölu frá 0-99 og til að ná kasti þarf leikmaður að kasta 100 hliða teningi og fá undir þeirri hæfileikatölu sem um ræðir. Það sem gerði þó Call of Cthulhu einstakt var Sanity-kerfið. Allar persónur eru með ákveðið mikið Sanity, sem táknar eins og orðið gefur til kynna geðheilbrigði þeirra, og eftir því sem persónurnar mæta illmennum, óvættum eða framandlegum viðburðum getur geðheilsu þeirra hrakað og þær að lokum orðið geðveikar. Þannig eru það ekki bara lífsstig (e. HP) sem skipta máli, eins og í D&D, heldur þurfa leikmenn líka að gæta að því að persónur þeirra haldi sönsum.

Til eru ýmis afbrigði af Call of Cthulhu, t.d. er hægt að notast við Dark Ages viðbótina en þá gerast ævintýrin á hinum myrku miðöldum. Eins er hægt að spila CoC Delta Green, þar sem leikmenn bregða sér í hlutverk sérsveitarmanna sem fást við utanaðkomandi óhugnaði og óvætti úr fjarlægum víddum. Eins hafa komið út D20 útgáfur en fæstar þeirra náð sömu hylli og upprunalega kerfið.

Ef þú hefur á annað borð áhuga á eða gaman af hrollvekjuspunaspilum en hefur ekki enn prófað Call of Cthulhu þá mæli ég eindregið með því. Hægt er að nálgast reglubækur í Nexus.

Auglýsingar

Thorsteinn Mar Skoða allt

Thorsteinn has for long sailed the Astral Sea, eager to broadcast his heretical gospel to the uninitiated.

Segðu okkur hvað þér finnst

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: